13.12.1945
Efri deild: 48. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1908 í B-deild Alþingistíðinda. (3175)

139. mál, almannatryggingar

Hermann Jónasson:

Ég ætla ekki að fara að rökræða þetta, eins og ég tók fram við hæstv. forseta. En eins og fjármálagrundvöllur undir þessu komi ekki málinu við? Vitanlega koma peningarnir hvergi annars staðar að en úr þeim lindum, sem ég minntist á, og ef þeir eru ekki til, verða engar tryggingar til. Ég hef verið að reyna að staglast gegnum bókmenntir um þessar tryggingar, og m. a. það fyrsta, sem gefið hefur verið hér út eftir brezkan hagfræðing, sem mest hefur um þetta ritað, og hann segir, að það sé ekki hægt að halda uppi tryggingum nema á undirstöðu heilbrigðs atvinnulífs. Og ég verð að segja, að eins og atvinnulífi er háttað hér nú, þá held ég, að það geti ekki talizt traustur grundvöllur undir þeim tryggingum, sem hér er um að ræða, því að það virðist ekki orka tvímælis af því, sem ég hef um þetta lesið, að traustur fjármálagrundvöllur sé undanfari, sem verður að koma á undan öllum tryggingum.