17.04.1946
Neðri deild: 115. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2127 í B-deild Alþingistíðinda. (3481)

241. mál, fyrningarafskriftir

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Ég bið afsökunar á því, að ég hafði ekki athugað brtt. á þskj. 909, en sýnist, að hún muni lítið raska, því að þau félög, sem kynnu að fá styrk úr ríkissjóði, missa einskis í, því að sumar vélar má afskrifa allt að 20%. Hins vegar er hverjum í sjálfsvald sett, hvort hann sækir um þennan styrk. Ég held, að engin fyrirtæki, sem heyra undir ríkissjóð, komi til fyrningarafskrifta, nema mjólkurstöðvar. Ég held því, að efni þessarar till. verði aldrei að veruleika.