15.03.1946
Sameinað þing: 33. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í D-deild Alþingistíðinda. (3888)

109. mál, vatnsveita Stykkishólms

Eysteinn Jónsson:

Ég vildi fara fram á það, að ég væri fríaður við að greiða atkv. um það, hvort mál þetta eigi að vera á dagskrá einum eða tveimur dögum fyrr eða síðar. Ég vildi skora á hæstv. forseta að taka nú til sinna ráða og ákveða meðferð málsins og gæta þess, að málið verði ekki látið daga uppi. Ég vil lýsa yfir mínum stuðningi við þetta mál og teldi það fullkominn vansa fyrir þ., ef málið væri látið daga uppi og það fengi ekki góða afgreiðslu. Ég held, að hv. þm. Snæf. geti verið alveg rólegur um þetta mál, og ég vildi stinga upp á því við hæstv. forseta, að hann ákveði, án nokkurrar atkvgr., að þetta mál fái afgreiðslu upp úr helginni. Þá hafa allir tækifæri til að leggja fram sínar uppástungur. Mér finnst óviðkunnanlegt, að þm. þurfi að fara að greiða atkv. um meðferð málsins.