19.12.1945
Sameinað þing: 20. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í D-deild Alþingistíðinda. (4007)

134. mál, landsvistarleyfi nokkurra útlendinga

Magnús Jónsson:

Út af þessum síðustu orðum hv. 2. þm. Reykv. (EOl) vil ég aðeins upplýsa, að það er mjög algengt, að mál sé tekið á dagskrá, þótt lítill minni hl. n. skili ekki áliti. Annars væri auðvelt fyrir hvern minni hl. n. að eyðileggja þannig hvert mál. Ég bað um það í fyrradag, að málið yrði tekið á dagskrá í dag, til þess að gefa hv. minni hl. n. kost á að skila áliti sínu, en mál þetta var afgr. til n. í síðustu viku, og hefur hv. minni hl. þess vegna haft nægan tíma til þess að skila áliti sínu. Hitt er svo allt annað mál, hvort hann hefur viljað hafa þessa aðferð til þess að tefja málið, þar sem hann er á móti því. Ég vil þakka hæstv. forseta fyrir, að hann hefur lofað að taka málið á dagskrá á morgun, og verður svo að skeika að sköpuðu, hvernig fer með afgreiðslu á því.