24.04.1946
Sameinað þing: 38. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í D-deild Alþingistíðinda. (4165)

238. mál, togarakaup bæjar- og hreppsfélaga

Sigurður Bjarnason:

Herra forseti. Með því að hæstv. forseti hefur fallizt á skilning minn á tillgr., þá óska ég þess, að umr. verði lokið að þessu sinni.

Ég verð að segja, að er hv. þm. Barð. segist hafa skilizt á mér, að ég hefði haft annan skilning á þessu máli að undanförnu, þá er slíkt nýmæli í málsvörn, að ætla sér að rekja það hér, sem okkur hefur farið á milli í einkasamtölum. Ég hef þegar látið í ljós stefnu mína í þessu máli, og ég vil leyfa mér að mælast til þess við hæstv. forseta, að hann ljúki umr. um málið.