23.04.1946
Sameinað þing: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 423 í D-deild Alþingistíðinda. (4555)

137. mál, kaup á skipinu Pétursey

Sveinbjörn Högnason:

Herra forseti. Ég þarf nú ekki að svara hér neinu, þar sem hv. þm. Vestm. og hv. þm. Borgf. hafa gert þessu máli skil. Ég verð nú samt að segja það, að mér finnst það undarlegt, að maður, sem hefur verið í sjómannastétt, skuli setja sig upp á móti þessu, að vernda sum af hinum gömlu skipum okkar, og ég er viss um það, að sjómannastéttin okkar vill læra af reynslu forfeðranna og hefði gott af því á margan hátt. Hv. þm. Barð. ætti að læra af þessu. Pétursey fór aldrei neina dauðasiglingu, og ég fullyrði, að þessi hv. þm. er fyrsti maðurinn, sem siglir dauðasiglingu á þessu skipi, en það er í þessu máli.