18.02.1946
Neðri deild: 69. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 225 í C-deild Alþingistíðinda. (4731)

170. mál, byggingareftirlit ríkisins

Flm. (Jón Pálmason) :

Herra forseti. Ég vildi aðeins gera stutta aths. Það er rangt hjá hv. 2. þm. N.-M., að frv. þetta standi í nokkru sambandi við einhver mistök á Skagaströnd. Mér er yfirleitt ekki kunnugt um nein mistök þar. Þær byggingar, sem verið er að reisa þar, hafa verið boðnar út í akkorði, og ekkert hefur enn þá komið fram um nein mistök. Þetta er því algerlega gripið úr lausu lofti, eins og svo margt, sem þessi hv. þm. kemur með hér á hv. Alþ.