04.03.1946
Efri deild: 76. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 316 í C-deild Alþingistíðinda. (5052)

88. mál, útsvör

Gísli Jónsson:

Ég þakka fyrir upplýsingarnar. En fyrst svona á að haga afgreiðslu málsins, að láta það bíða, þá er auðséð, hvernig verður með framgang þess, en það þýðir það, að málið verður ekki tekið fyrir nú. En ég álít, að það megi ekki dragast að taka þetta atriði l. til athugunar og fá skorið úr því, á hvern veg það beri að skilja. Ég álít, að fást þurfi efnisleg ákvörðun um málið og það geti gengið til Nd., og það er hægt, ef vilji er fyrir því, að það nái fram að ganga.