16.04.1946
Neðri deild: 112. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 776 í B-deild Alþingistíðinda. (886)

168. mál, gistihúsbygging í Reykjavík

Frsm. (Gunnar Thoroddsen) :

Ég lýsti eftir því hjá hæstv. ráðh., hvort hann gæti bent á dæmi úr löggjöf um sams konar heimild og þessa, og hann nefndi frv. um síldarniðursuðuverksmiðju ríkisins. En þarna er um að ræða eignarnámsheimild með bráðabirgðal. Að því er snertir þetta mál, sem hæstv., ráðh. vitnaði til sér til stuðnings, þá verður hæstv, ráðh. að athuga það, að þetta mál var til meðferðar í sjútvn. þessarar d. og öll n. var sammála um að fella niður þessa víðtæku eignarnámsheimild í 3. gr. Hér er nál. á þskj. 469 um síldarniðursuðuverksmiðju ríkisins, frá sjútvn. N. er sammála um málið, þó með eftirfarandi breyt., að 3. gr. falli niður. Það er nú sjálfur hv. 6. landsk. þm., sem er frsm. n. og flytur þetta mál, og þessi till. var samþ., að eignarnámsheimildin yrði úr frv. numin. Í öðru lagi er þess að geta, að þetta frv. er ekki orðið að l., liggur fyrir Ed., og þessi tilvitnun hæstv. ráðh. virðist því ekki koma honum að gagni.