05.10.1946
Sameinað þing: 11. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í B-deild Alþingistíðinda. (384)

11. mál, niðurfelling herverndarsamningsins frá 1941 o.fl.

Jónas Jónsson:

Þar sem samþykkt þessarar brtt. mundi hindra, að samningar tækjust, get ég ekki sagt já. Hæstv. flugmálaráðh. hefur sagt, að hér yrði að vera alþjóðaflugvöllur. Það hlýtur að vera Keflavíkurflugvöllurinn. Hæstv. menntmrh. hefur búið svo að einum reyndasta skólastjóra hér í bæ, að hann verður að vera búsettur austur í Árnessýslu í vetur vegna fátæktar eingöngu. Af þessum ástæðum öllum hlýt ég að vera á móti þessari brtt. og segi nei.