17.05.1947
Neðri deild: 130. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1008 í B-deild Alþingistíðinda. (1002)

238. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Frsm. (Sigurður Bjarnason) :

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð fyrir hönd menntmn. Hún hefur athugað þær brtt., sem liggja fyrir í sambandi við þetta mál, og þá fyrst og fremst á þskj. 848. frá hv. þm. Borgf. N. var öll sammála um að mæla eindregið gegn samþ. þessarar brtt. og telur, að ef hún yrði samþ., væri grundvöllurinn gersamlega fallinn, sá grundvöllur, sem samið hefur verið um í sambandi við þetta mál og næsta mál á dagskránni. þ. e. frv. til. l. um þjóðleikhús.

Um brtt. þá, sem ég flyt ásamt hv. þm. Snæf., var n. ekki sammála. Við hv. þm. Snæf. leggjum til, að hún verði samþ., og teljum, að með samþykkt hennar sé nokkur leiðrétting fengin, en teljum okkur ekki fært að ganga lengra í því að breyta hinni upprunalegu till. ríkisstj. í þessu efni.

Ég vildi láta þetta koma fram fyrir hönd menntmn.