17.12.1946
Efri deild: 35. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1235 í B-deild Alþingistíðinda. (1343)

118. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur 1947

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég skal ekki vera á móti þessu frv. út af fyrir sig, en á hitt vil ég benda, að þegar talað var um samkomudag Alþ., þá var bent á það af mér og mörgum fleirum, að samkomudagurinn væri of seint ákveðinn, m. a. með tilliti til þess, að ekki væri hægt að afgreiða fjári. fyrir áramót með því að byrja ekki þing fyrr en 1. okt., þá var því svarað mjög digurbarkalega af hæstv. forsrh., að það væri mjög auðvelt fyrir það, það væri ekki annað en vinna, og stjórnarfl. mundu sjá um það.

Ég minni á þetta, af því að það er í þriðja sinn, sem sagan endurtekur sig svona. Og ég vænti, að það komi þá ekki fyrir í fjórða sinn.