03.02.1947
Neðri deild: 65. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1464 í B-deild Alþingistíðinda. (2064)

147. mál, vegalög

Gísli Sveinsson:

Herra forseti. Það er að sjálfsögðu gert ráð fyrir, eins og boðað hefur og verið, að fram kæmu brtt. við þetta frv. En nú stendur svo á, að 2. umr. hefur verið ákvörðuð, en brtt. ekki borizt n. til athugunar. Nú vildi ég koma með þá till., enda er hún að öllu leyti formleg, að þeir, sem ætluðu sér að bera fram brtt., biðu með það og sættu sig við að geyma það til 3. umr. málsins. Það hefur ekki unnizt tími til þess að tala við ýmsa viðkomandi menn varðandi það, hvort ýmis nöfn og staðanöfn væru rétt skráð.

Það hafa ekki komið fram neinar aths. við frv., og verður beðið eftir því, hvort hv. þm. hafa nokkuð við þetta að athuga. Ég vænti þess sem sagt, að þeir, sem hafa komið fram með brtt., sætti sig við að bíða með að ræða þær, þangað til við 3. umr.