30.10.1946
Efri deild: 6. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í B-deild Alþingistíðinda. (209)

24. mál, tekjuskattsviðauki 1947

Fjmrh. (Pétur Magnússon). Þetta mál hefur ekki verið mikið deiluatriði, og skal ég taka það fram. að ég legg enga áherzlu á að hraða þessu máli. L. gilda til áramóta, og þarf því ekki endilega að endurnýja þau strax. Það er rétt, að skattalögin þarf að taka fyrir, og eru þá ef til vill til fleiri fjáröflunarleiðir en þessi. En mér finnst alveg óhætt að afgreiða málið til Nd. og láta það þá bíða þar allt fram í desember, eða þar til séð verður um breyt. á skattalögunum.