16.05.1947
Efri deild: 133. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1749 í B-deild Alþingistíðinda. (2956)

92. mál, tannlækningar

Hannibal Valdimarsson:

Það gleður mig að heyra, að hv. þm. Barð. er vikinn frá þeirri fullyrðingu, að málið sé í dauðans kverkum, ef gerð er smábreyting og það færi aftur til Nd., því að það var samþ. þar með 18 atkv. gegn 5. Það er sannleikur, að sá, sem barðist fyrir málinu og leiddi það í þingið með miklum áróðri, hefur tjáð mér, að hann sætti sig vel við þá till., sem ég hef borið fram.