16.05.1947
Neðri deild: 129. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1773 í B-deild Alþingistíðinda. (3020)

151. mál, vátryggingarfélög fyrir fiskiskip

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Hv. þm. V- Húnv. hefur beðið mig að mæla fyrir tveim brtt., sem hann flytur á þskj. 846. Fyrri till. er um breyt. á skipun stjórnarnefndarinnar, að í stað þess, sem nú er, að eigendur skipanna velja 2 af 3 og samábyrgðin einn, þá kjósi eigendur alla stjórnina. Ég hygg, að þessu hafi verið breytt í Ed., og er þetta eðlilegra en það, sem Ed. lagði til, enda ekki svo náið samband þar á milli, að þetta fyrirkomulag sé eðlilegt. Síðari till. er um það, að ef iðgjald er ekki greitt innan mánaðar, þá skuli ekki bæta það tjón, sem verður eftir þann tíma, una iðgjaldið er greitt. Það hefur gengið erfiðlega að innheimta iðgjöldin, og virðist ekki vanþörf á, að meira aðhald sé en verið hefur. Hef ég þá mælt fyrir þessum brtt. hv. þm. V-Húnv.