09.04.1947
Neðri deild: 108. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1811 í B-deild Alþingistíðinda. (3115)

116. mál, nýjar síldarverksmiðjur á Norðurlandi

Áki Jakobsson:

Þegar þetta mál var hér til 1. umr., talaði ég í því og taldi það mjög þýðingarmikið, ekki aðeins fyrir þennan landshluta, heldur fyrir síldarútveg okkar í heild, þar sem síldarútvegurinn hefur sýnt, að okkur vantar síldarverksmiðju þarna. Ég vil taka undir það, að málið verði afgr. héðan. Ég býst ekki við, að umsagnir mundu breyta miklu, og býst við, að skoðun n. sé sú, að þetta mál eigi að afgreiða nú, að það eigi að snúa sér að því að byggja þessa verksmiðju, ef það er svo, að síldargöngur séu að breyta sér og síldin að fara meira til Austurlandsins en áður.

Ég mæli því með því, að málið verði afgr., svo það geti gengið áfram hér í þinginu.