16.04.1947
Efri deild: 119. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1953 í B-deild Alþingistíðinda. (3629)

148. mál, vatnsveitur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) :

Herra forseti. Ég hef leyft mér að bera hér fram tvær brtt. á þskj. 649, sem miða að því, að vatnsveita Reykjavíkur komi undir frv. Önnur till. er nú kannske ekki nauðsynleg í því skyni, en hún gerir ráð fyrir því, að sveitarstjórn sé heimilt að selja vatnið eftir mæli samkv. gjaldskrá, sem ráðh. setur. Í frv. var að vísu gert ráð fyrir að innheimta gjaldið eftir mæli, en mér þótti það ekki nógu skýrt tekið fram. Ég geri ráð fyrir, að þessar brtt. geti ekki valdið ágreiningi, og vænti því, að þær verði samþ.