09.04.1947
Efri deild: 109. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í C-deild Alþingistíðinda. (3739)

130. mál, almannatryggingar

Steingrímur Aðalsteinsson:

Herra forseti. — Ég þarf í raun og veru ekki að ræða mikið um þetta mál, ef ekki verða um það frekari umr. af hálfu þeirra, sem standa í gegn framgangi frv., því að það er sáralítið, sem komið hefur fram af rökum gegn þeim till., sem felast í frv. mínu, sem hér er til umr., og hv. frsm. minni hl. n. hefur líka þegar svarað því litla, sem fram hefur komið í því máli. — Ég skal þó aðeins drepa á örfá atriði í þessu sambandi umfram það, sem þegar hefur verið gert.

Hv. frsm. meiri hl. n. hélt því fram, að það mundi verða þeim tryggðu í óhag, ef gerð yrði breyt. á 11. gr. l., eins og frv. gerir ráð fyrir, og vildi hann andmæla því, sem ég sagði í grg. frv., að með breyt. væri verið að vinna að því að koma þessari framkvæmd trygginganna í lýðræðislegra horf en nú væri samkv. 1. Það, sem hann taldi þeim tryggðu í óhag samkv. breyt., var, að eins og nú væri, ættu hinir tryggðu að kjósa trygginganefnd, eins og gert er ráð fyrir í 1., að öllu leyti, en samkv. brtt. mínum ættu sveitarstjórnir, sem eru umboðsmenn hinna tryggðu í hverju umdæmi fyrir sig, aðeins að kjósa fjóra þessara nefndarmanna, en ráðh. að skipa formanninn. Ef litið er á málið eingöngu frá þessu sjónarmiði, þá má kannske segja, að betra væri fyrir þá tryggðu að kjósa alla mennina í nefndina á hverjum stað og að enginn væri þar stjórnskipaður. En þetta er ekki nema bara eitt sjónarmið í þessu sambandi og raunar í þessu sambandi algert aukasjónarmið. Því að það, sem skiptir miklu í þessu sambandi, er, að trygginganefnd, samkv. 1. eins og þau eru nú, er alveg valdalaus um framkvæmd trygginganna og getur ekki gripið inn í framkvæmd trygginganna, hvernig sem með hana er farið. En samkv. minni till. er gert ráð fyrir, að þessar nefndir, sem kosnar skulu vera að fjórum fimmtu hlutum í héraði, en hafa formann stjórnskipaðan, hafi framkvæmd trygginganna með höndum og séu valdaðili um tryggingarnar og framkvæmd þeirra í tryggingaumdæminu. Og með því tel ég, að hagsmunum þeirra tryggðu sé betur borgið og áhrif þeirra á tryggingarnar sterkari en samkv. því, sem nú er gert ráð fyrir í 1. Og ég held því fram, að eftir till. minni í frv. í þessu efni séu tryggingarnar færðar í miklu lýðræðislegra horf en nú er, þannig að áhrif félagsmanna sjálfra — því að það má líta á viðkomandi menn sem félaga í tryggingafélagi — séu miklu meiri, eins og ég tel, að eðlilegt sé.

Önnur aðalbreyt., sem frv. felur í sér, er sú, að ýmsar tegundir bóta hækki um 25% frá því, sem nú er. Hv. frsm. meiri hl, n. sagði að vísu, að hann mundi mjög gjarnan vilja vera með því, ef hægt væri að hækka bæturnar, en taldi sig þó ekki geta verið með því á þessu stigi málsins. Hann færði hér fram ákaflega lítil rök fyrir því, hvers vegna hann gæti ekki látið það eftir sér að vera með því að hækka þessar bætur eins og þyrfti að vera. Þó fór hann að tala um það, að sér hefðu borizt mörg bréf frá sveitarstjórnum um að sveitunum væri um megn að inna af höndum sinn hluta um fjárframlög til Tryggingastofnunarinnar. En í staðinn fyrir að færa þetta sem rök gegn því, að bæturnar væru hækkaðar, fór hv. frsm. meiri hl. n. að andmæla þessum skoðunum sveitarstjórnanna, og færði rök gegn því, að þetta álit væri rétt hjá þeim, þar sem hann taldi, að þó að útgjöldin til trygginganna væru hækkuð frá því, sem verið hefur, þá fengju sveitarfélögin frá tryggingunum tillög, sem væru meira virði en útgjöldin, sem þarna væri um að ræða. Og ég held, að þessi skoðun hv. frsm. meiri hl. n. sé rétt. Ég held, að það sé fjárhagslegur hagur fyrir sveitarfélögin í heild — ekki kannske sveitarsjóðina út af fyrir sig — að almannatryggingarnar hafa verið settar, þannig að inn í sveitarfélögin renni meira vegna trygginganna en sem nemur útgjöldum sveitarfélaganna til þeirra. Því að með tryggingum eftir tryggingal. er a. m. k. ákaflega mikið dregið úr þeim stóra útgjaldalið — og í sumum tilfellum yrði hann alveg felldur niður, ef l. næðu alveg tilgangi sínum, — sem sveitarfélögin hafa haft, sem er framfærslukostnaðurinn, þannig að útgjöld sveitarfélaganna til almannatrygginganna eru engin rök fyrir því, að ekki væri hægt að hækka þessi gjöld um 25%, eða m. ö. o. að koma bótunum í það horf, sem hv. frsm. minni hl. n. talaði um, að þær tryggðu hverjum einstaklingi sæmilegt lífsviðurværi, hvernig sem fjárhag hans og ástæðum að öðru leyti væri háttað, og þetta hlýtur að vera tilgangur tryggingalaganna. Og að því verður að stefna. Og tilgangurinn með flutningi þessa frv. er að stefna að því, að bótunum verði komið í það horf, að þær verði fullnægjandi fyrir þá, sem þeirra þurfa að njóta.

Þá gerði hv. frsm. meiri. hl. n. aths. við þau ummæli mín í grg. frv., þar sem talað er um, að í meðferð tryggingalagafrv. á þinginu í fyrra hafi verið felldar niður úr frv. ekkjubæturnar, og segir hv. frsm., að þær hafi ekki verið felldar niður með öllu. Ég held, að þetta hafi verið orðað þannig í grg., að ekkjubæturnar hafi verið felldar niður sem fastur lífeyrir. Og það var gert undir meðferð málsins í fyrra, en hins vegar sett inn ákvæði um mjög takmarkaðar bætur til ekkna yfirleitt. Og þó að það sé að vísu rétt, sem hv. frsm. meiri hl. n. sagði, að eins og tryggingal. eru nú, þá sé betur séð fyrir ekkjum en áður hefði verið gert, með því að láta þær þó hafa þessar litlu tímabundnu bætur, þá eru það engin rök fyrir því, að ekki sé ástæða til að gera betur við þær en gert er samkv. 1. eins og þau eru nú. Því að því fer nú betur, að aðstaða hinna tryggðu er yfirleitt til mjög mikilla muna betri með þeim 1., sem nú eru, heldur en áður en 1. voru sett. En aðstaða ekknanna er að mínum dómi nú hlutfallslega lakari með þeim bótum, sem þeim nú er ætlað að fá samkv. l., heldur en hinna annarra aðila, sem eiga að njóta bóta samkv. þessum 1. Og ég vil leiðrétta þetta með flutningi þessa frv. Ég tel ekki, að ekkjur eigi að sitja við lakari kjör en aðrir aðilar, sem eiga að njóta bóta samkv. tryggingal.

Ég sé ekki ástæðu til að fara að rekja hverja tryggingategund fyrir sig. Og þó að ég hafi talað sérstaklega um ekkjubæturnar, að þær væru hlutfallslega lægstar, þá tel ég allar bæturnar yfirleitt of lágar. Og jafnvel þó að þær væru hækkaðar um 25%, mundu þær verða of lágar. Maður, sem hefur aðeins 1200 kr. í grunnstyrk, held ég, að varla verði um deilt, að geti ekki veitt sér það, sem kallast megi sæmilegt til lífsframfæris, miðað við þá dýrtíð, sem við höfum nú við að búa. Hitt er svo annað mál, sem er í raun og veru aðalatriðið, sem hægt er að deila um í sambandi við þessi tryggingalög, hvort fé sé fyrir hendi til þess að standa undir útgjöldum, sem af tryggingunum leiðir, og þeim viðbótarútgjöldum, sem verða mundu vegna trygginganna, ef frv., sem hér liggur fyrir, væri samþ. En það er hins vegar mín skoðun, að hið íslenzka þjóðfélag sé ekki svo illa á vegi statt og lífsskilyrði í þessu landi séu ekki það léleg, ef þau eru hagnýtt á skynsamlegan hátt, að ekki sé hægt að veita hverjum einasta íslenzkum þegni sæmilegt lífsviðurværi. Og ég tel, að þeir, sem fyrir elli sakir eru orðnir það þrotnir að lífskröftum, að þeir eru ekki lengur færir til þess að vinna fyrir sínu daglega brauði, eigi rétt á því, að þjóðin sjái þeim fyrir sams konar lífsviðurværi og þeir sáu sér fyrir, meðan þeir höfðu fulla lífsorku. Og sama gildir að mínu áliti um menn, sem vegna veikinda eða slysa hafa tapað lífsorku sinni og hafa ekki tækifæri til að vinna sér fyrir tekjum eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins, ég tel skyldugt, að þeim sé séð fyrir lífsviðurværi, sem sé sambærilegt við það, sem aðrir þegnar þjóðfélagsins hafa yfirleitt. Og út frá þessu skoðað tel ég lítið atriði, hvort tryggingarnar kosta einni milljóninni meira eða minna, heldur sé það skylda þjóðfélagsins að skaffa það fé, sem nauðsynlegt er, til þess að framkvæma tryggingarnar svo, að sómasamlegt sé og svari til þarfa þeirra einstaklinga, sem trygginganna eiga að njóta á hverjum tíma.

Viðvíkjandi því, sem hv. frsm. meiri hl. n. sagði um það, að ef þetta frv. væri samþ., þá þyrfti að breyta 116. gr. 1., sem fjallar um framlag ríkissjóðs, þá held ég, að það sé a. m. k. að nokkru leyti byggt á misskilningi. Því að sú upphæð, sem þar er talað um, 7½ millj. kr. í grunn, er aðeins áætlunarupphæð. Hins vegar er tekið fram í 116. gr., að ríkissjóður beri ábyrgð á greiðslunum samkv. tryggingal. Og í þessari sömu gr. er einnig gert ráð fyrir því, að útgjöld trygginganna geti farið fram úr þessari áætlun, sem hér er gerð. Og þessi 7½ milljón kr. sem framlag ríkisins er aðeins hluti af þeirri áætlunarupphæð. Og þess vegna eru ákvæðin um það, hvernig að skuli farið, ef þetta fer mikið fram úr áætlun, þ. e. a. s. þá skuli taka til endurskoðunar þessi ákvæði. Ég hygg því ekki nauðsynlegt í þessu sambandi að breyta 116. gr. 1., því að það mundi leiða af sjálfu sér, að ef útgjöldin færu það mikið fram úr áætlun, þá mundi koma til þeirrar endurskoðunar, sem þar er gert ráð fyrir. Og þá kemur til athugunar, hvernig skuli afla fjár til þess að standast þessi útgjöld. En í tilefni af þeirri breyt., sem hér um ræðir í frv., sá ég ekki ástæðu til að flytja brtt. um þessa áætlun, heldur láta reynsluna skera úr um það, hvernig tekjurnar mundu standast áætlun. Og væri nógur tími síðar til þess að taka þessi atriði til athugunar sérstaklega.

Þó að það að vísu hafi ekki komið fram í þessum umr. hér, af því að þær hafa ekki orðið langar, þá hefur því áður verið haldið fram, að till. þeim, sem felast í þessu frv., sé haldið fram af Sósfl. aðeins sem agitationarmáli, en ekki vegna neins sérstaks áhuga fyrir hagsmunum þeirra tryggðu. Ég vil leyfa mér að nota tækifærið hér til þess að andmæla þeim ummælum, sem fram hafa komið í þessa átt, þó að þau hafi ekki komið fram í þeim röksemdum, sem færðar hafa verið fram hér nú. Eins og tekið er fram í nál. minni hl. n., vil ég leggja áherzlu á það hér, að mjög mörg félagasamtök hafa gert samþykktir, sem hníga í sömu átt og þetta frv., sem hér liggur fyrir, og þar með félagasamtök, sem ekki standa í sambandi við Sósfl. Fundur Kvenréttindafélagsins var haldinn hér í Reykjavík fyrir nokkru síðan, þar sem forstöðumaður trygginganna var kvaddur á fund til viðræðna um þessi mál, og þar voru framsöguræður haldnar af konum, ég held úr öllum pólitískum flokkum, sem færðu fram sömu rök og ég hef nú gert, til þess að sýna, að fólkið hefur fundið agnúa á tryggingal., og að það óskar eftir breyt. á 1., sem fara mjög í sömu átt og frv. það, sem hér liggur fyrir. Hitt skal ég viðurkenna, að þetta er flokksmál Sósfl. að því leyti, að meginstefna hans og starfsemi miðar að bættum hagsmunum fólksins í landinu. Og að því leyti er þetta mál því flokksmál, því að þær breyt., sem við óskum að gera á 1. og þetta frv. felur í sér, miða að því að tryggja betur hagsmuni þess mikla fjölda fólks, sem á við þessi 1. að búa. Og Sósfl. mundi verða það mikið gleðiefni, ef fulltrúar annarra flokka hér á þinginu og aðrir flokkar yfirleitt vildu taka upp sama sjónarmið og gera þetta mál að sínu flokksmáli að þessu leyti.