19.12.1946
Neðri deild: 41. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í C-deild Alþingistíðinda. (4230)

117. mál, opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga

Forseti (BG):

Ég skal ekki halda langa ræðu um þetta mál, en vil benda á hina aumlegu og heimskulegu, framkomu hv. 6. þm. Reykv. Hann er að baksa við að halda fram, að hann hafi sagt „nær aldrei“, að hann hafi sagt það, sem ekki var. Nú er hann búinn að afsanna það. Ef það er rétt, að ég hafi sótt 20 fundi af 47, getur hann ekki verið svo heimskur að sjá ekki, að slíkt getur ekki passað við það, sem hann hefur sagt. Hv. þm. var að bregða mér um geðofsa, en hann gætir þess ekki, að það eina, sem hann hefur sér til afsökunar á umræddum fundi, er geðofsi, því að það er óskiljanlegt, að maðurinn. hefði hagað sér eins og hann gerði, ef hann hefði ekki gersamlega misst stjórn á sér. Annars þarf ég ekki að vera að útskýra þetta, því að þm. er það fyllilega kunnugt. Skal ég svo ekki ræða meira . um þetta mál.