28.02.1947
Efri deild: 82. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 295 í B-deild Alþingistíðinda. (463)

47. mál, sauðfjársjúkdómar

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég á, á þskj. 443 brtt., þar sem ég legg til að breyta 42. gr. þannig, að orðin „í eyju í nágrenni Reykjavíkur“ falli niður. Það er vissulega nauðsynlegt að hafa sóttvarnastöð, en ég sé ekki ástæðu til, að hún þurfi endilega að vera í eyju í nágrenni Reykjavíkur. Mætti t.d. hafa hana á Keldum, enda er sjáanlegt, að það kostar mikið fé. ef fara á að kaupa einhverja eyju hér í nágrenninu.

Ég er ekki alveg sammála hv. 1. þm. N-M. um nauðsyn þess að fella niður hluta af 2. gr., því að ef einhver tilraunastöð er, þá má þetta standa. Gert er ráð fyrir í 48. gr., að margar reglugerðir og lög falli niður, og finnst mér einkennilegt, að það, sem frsm. leggur til, að falli niður, er í fullu ósamræmi við það álit, sem n. skilaði. Ég vil að svo stöddu ekki fjölyrða um þetta, en legg að lokum til. að brtt. mín á þskj. 443 verði samþykkt.