17.05.1947
Efri deild: 134. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 674 í B-deild Alþingistíðinda. (664)

215. mál, flugvellir

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Aðeins örfá orð út af því, sem féll hjá hv. frsm. meiri hl. Ég tók fram í n. að gefnu einhverju tilefni, að það væri meining mín að skipa núverandi flugmálastjóra áfram. Hef ég ekkert farið dult með það og sagt honum það. Hins vegar er það nú svo, að ekkert stendur um það í l., hvort flugmálastjórar skuli vera í flugvallarráði eða ekki. Það er opið að skipa annan eða báða í það, ef ráðh. þykir heppilegt. Ég tek ekki neina endanlega ákvörðun í því efni fyrr en ég sé, hverjir eru kosnir af þinginu. Það getur sem sagt fullkomlega komið til mála að skipa í þau sæti, sem ráðh. á að skipa í, bæði flugvallarstjóra og flugmálastjóra eða annan hvorn þeirra, eftir því hvað ráðh. álítur rétt, þegar þar að kemur. En um þetta hef ég enga ákvörðun tekið og ekki gefið neina yfirlýsingu um það atriði, en að gefnu tilefni greint frá, að ég mun skipa flugmálastjóra í þetta embætti, sem er að sumu leyti nýtt.