21.02.1947
Efri deild: 78. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 983 í B-deild Alþingistíðinda. (951)

35. mál, matsveina- og veitingaþjónaskóli

Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég vil taka undir það, sem hv. form. n. og frsm. málsins á sínum tíma hefur lagt til. En ég vil að gefnu tilefni láta það koma fram, að mér þykir mjög leitt, hvaða tökum þetta mál hefur verið tekið í Nd. Það, sem skeð hafði hér við meðferð málsins, þegar það var hér á ferðinni, hné að því að koma þeirri skipan á um þennan skóla, sem frv. ætlast til, að reistur verði, sem yfirleitt var í samræmi við það, sem hægt var að framkvæma. Hér er ekki um neina smábreyt. að ræða, eins og frv. er orðið nú. Það er m. ö. o. sett í sama horf eins og það var, þegar það kom upphaflega til d. Skoðanamunur er hér mikill milli d. í þessu efni, og þykir mér mjög leitt, ef það yrði til þess, að málið tefjist frá því að hljóta afgreiðslu á þessu þingi, en ef d. heldur við sína afstöðu, þá liggur í hlutarins eðli, að það verður komið undir Sþ., hvort málið kemst nú fram eða ekki. Ég vildi láta þetta koma fram vegna þess að og býst við, að afstaða sjútvn. í málinu sé í raun og veru ekki breytt, en ég mun þá við framhaldsumr. gera grein fyrir afstöðu minni til málsins, en lýsi yfir því, að ég tel það hafa verið fært í rétt horf, eins og því var breytt hér í d. við 2. umr. málsins á sínum tíma.