23.03.1948
Efri deild: 87. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 927 í B-deild Alþingistíðinda. (1123)

196. mál, ríkisreikningurinn 1944

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð út af þeim ummælum, sem hv. þm. Barð. (GJ) lét falla. Ég get að vísu ekki svarað öðru en því, sem stendur á landsreikningnum, að þessum lið verði vísað til aðgerða Alþ. Hitt er annað mál, að fjmrn. hefur haft þessi mál til athugunar og ritað þeim rn., sem hafa þau með höndum. Það er réttilega fram tekið af hv. þm., að rekstur þessarar stofnunar gengur hneyksli næst, og hefur fjmrn. áhuga á, að þarna verði breyting á. Síðan getur Alþ. og hv. þm., ef hann verður hér áfram, dregið sínar ályktanir. þegar niðurstöður liggja fyrir af þessum athugunum eða af þeim breyt., sem á þessum málum kunna að vera gerðar, og er það vitanlega alltaf opið fyrir hæstv. Alþ. að skipta sér af þessum málum.