16.12.1947
Neðri deild: 34. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í B-deild Alþingistíðinda. (188)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Jörundur Brynjólfsson:

Skildi ég það rétt, að það væri undir úrslitum við atkvgr. um afbrigði komið, hvort nokkur frestur yrði veittur eða ekki? Er það ekki ætlun hæstv. forseta, að atkvgr. sé aðeins um það, að málið megi taka fyrir? Ég skýt þessu fram, því að menn gætu viljað veita nokkurn frest, þó að þeir vildu veita afbrigði fyrir, að málið mætti komast að nú. En ef afbrigði væru felld, þá gæti málið ekki komizt að, a.m.k. ekki í dag.