08.03.1948
Efri deild: 76. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1183 í B-deild Alþingistíðinda. (1888)

177. mál, jarðræktar- og húsgerðarsamþykktir í sveitum

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þegar l. um byggingarsjóð og l. um jarðræktarsjóð voru sett, varð gamli byggingar- og nýbýlasjóðurinn sama og nýi byggingarsjóðurinn. Með 1. frá 12. jan. 1945 var byggingar- og nýbýlasjóðum gert skylt að leggja fram 1/3 hvor til að styrkja samböndin til móta- og vélakaupa til þess að koma upp íbúðarhúsabyggingum. Þar var ákveðið, að sjóðirnir legðu þetta út, en ríkissjóður greiddi það síðan til baka. Þar sem nú er talið vafasamt, að byggingar- og nýbýlasjóðum beri skylda til að greiða þessa styrki, eftir að sjóðirnir voru sameinaðir með l., var frv. um þetta efni flutt og samþ. í Nd. og er nú komið til Ed. Það er talið efasamt, að það sé rétt fyrirkomulag, að sjóðirnir greiði þetta fyrst og rukki ríkissjóð síðan. Landbn. taldi rétt, að greiðslurnar kæmu beint frá ríkissjóði, án milliliða, og bezt að flytja um þetta atriði sérstakt frv.

Þá er það nýmæli í frv., að styrkir til móta- og vélakaupa skuli háðir því, að forstöðumaður teiknistofu landbúnaðarins og nýbýlastjórn telji þörf á þeim.

Þetta er meginatriðið í frv. Ég mundi telja heppilegt, að frv. yrði samþ. og fengi greiða afgreiðslu, því að tíminn er orðinn knappur. Ég held, að nauðsynlegt sé, að frv. verði samþ. á þessu þingi, og vona, að hæstv. forseti veiti því góða fyrirgreiðslu og að ekki verði um það þras að óþörfu.