22.03.1948
Efri deild: 84. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í C-deild Alþingistíðinda. (2216)

115. mál, þurrkví við Elliðaárvog

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Sem 1. flm. frv. á þskj. 183 vil ég lýsa því yfir, að ég er sammála því, sem hv. frsm. sagði. Síðan frv. kom fram í des. s. l. hefur sleitulaust verið leitað að öðrum stað fyrir þurrkvína og hef ég átt þess kost ásamt verkfræðingi að athuga möguleika og till. um að hafa hana innan hafnarinnar. Útlit er fyrir, að þar sé hægt að koma upp þurrkví fyrir 8000 smálesta skip, og koma megi upp við hliðina á henni kví fyrir 2000 lesta skip, og mundi þetta spara eina dráttarbraut og mikið pláss, ásamt ótal mörgu fleiru.

Ég skal svo ekki hafa fleiri orð um þetta að sinni, en felli mig við, að málið verði afgr. á þann hátt, sem stungið hefur verið upp á.