02.03.1948
Neðri deild: 67. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 354 í C-deild Alþingistíðinda. (2486)

93. mál, útrýming villiminka

Jónas Jónsson:

Herra forseti. Varðandi það, sem hv. þm. A-Húnv. (JPálm) sagði, að það hefði verið framsóknarstjórn áranna 1927–1931, sem flutti minkana inn, þá er rétt sagt frá. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, sem nokkuð hefur verið riðinn við hinn flokkinn, Sjálfstfl., sá er missti trúna við þingrofið 1931, hafði forgöngu um þetta mál á þeim tíma. Minkasyndin hvílir því á Sjálfstfl.