20.12.1947
Neðri deild: 40. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í B-deild Alþingistíðinda. (300)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Jón Pálmason:

Niðurgreiðsla launavísitölunnar um 55 stig, eins og nú er og á að halda áfram, mun kosta rúmar 40 milljónir króna yfir árið. Fiskábyrgðin er áætluð af forsrh. 20 milljónir króna, og kjötábyrgðin kostar eigi minna en 6 milljónir króna. Allt þetta kostar því ríkissjóð nálægt 70 milljónum króna. Það á að greiðast með almennum veltuskatti og framlengingu á tollahækkunum síðasta Alþingis. Þetta hrekkur ekki nærri til, en þýðir auðvitað hærra vöruverð en ella mundi. Eignaraukaskatt hef ég frá upphafi talið óheppilega skattaleið, og álagning hans er ósanngjörn eftir reglum þessa frv. Þá tel ég vafasamt, að hve miklu leyti það verður raunhæf ráðstöfun að lækka útborgaða launavísitölu án þess að afnema vísitölulögin í þeirri mynd, sem þau eru. Allt þetta gerir það að verkum, að ég get eigi samþ. frv. og segi því nei.