08.12.1947
Sameinað þing: 29. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í D-deild Alþingistíðinda. (3337)

95. mál, kaffi- og sykurskammtur til sjómanna

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Hv. 2. þm. S-M. hélt því fram, að þær breytingar á skömmtunarreglunum, sem hér er um að ræða, væru afleiðing af þessari till., og hið sama sagði hv. 11. landsk. fyrir helgina. Einu gildir, hvað þessir hv. þm. segja um þetta, hitt stendur fast, að skammtarnir voru ákveðnir, áður en þessi till. kom fram. Ég sé enga ástæðu til að taka upp nýtt kerfi. Um veitingu aukaskammta hafa þegar skapazt fastar reglur, og þeir eru veittir, þegar upplýst er, að þörfin er fyrir hendi. Skömmtunaryfirvöldin hafa lýst yfir því, að þau séu fús til að taka slíkar óskir til velviljaðrar athugunar og veita aukaskammta. þegar þörf er á og unnt er. Og varðandi sykur og kaffi, sem hér er sérstaklega til umræðu, þá fæ ég ekki betur séð en að núverandi kerfi nægi fyllilega til að uppfylla þær þarfir, án þess að þar þurfi að koma til sérstök þál.