04.02.1948
Sameinað þing: 41. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 573 í D-deild Alþingistíðinda. (3864)

141. mál, þjóðleikhúsið

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Hv. þm. S-Þ. spurði út af grg. n., hver farið hefði í ferðalag á hennar vegum og hvert hann hefði farið og hver árangurinn hefði orðið. Þessu get ég ekki svarað nema að því leyti, að það var form. n., sem fór þessa ferð, en grg. um árangur ferðarinnar hefur ráðuneytið ekki fengið, en ég geri ráð fyrir, að hún komi í skýrslu n., sem lofað hefur verið eð kæmi sem fyrst, og getur þá hv. þm. kynnt sér þetta.

Hv. þm. S-Þ. dró hér inn í umr. l. um rekstur þjóðleikhússins og sagði, að þau væru vitlausustu l., sem Alþ. hefði samþ. Þessi l. eru um það, að þjóðleikhúsið skuli rekið sem sjálfstæð ríkisstofnun og verði 45% af skemmtanaskattinum látin ganga til rekstrarins. Engu er slegið föstu um tölu fastra starfsmanna, þar er aðeins sett hámarksákvæði, og má haga starfsmannafjöldanum eftir ástæðum á hverjum tíma.

Hv. 4. landsk. þm. gerði hér tvær fsp., aðra um það, hvenær byggingu þjóðleikhússins mundi lokið, og hina um, hvað greitt hefði verið úr þjóðleikhússjóði. Ég vildi heldur, að hv. þm. gerði skriflegar fsp. um þetta, sem sérstaklega yrðu teknar fyrir, og mun þá ráðuneytið láta athuga þetta hvort tveggja.