16.02.1948
Neðri deild: 57. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (511)

148. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Mig langar til að leggja orð í belg, bæði vegna þess, að ég mælti með því sem frsm. n., að þetta frv. yrði samþ., og af því að í fyrra átti ég þátt í að breyta l. um aldurshámark opinberra starfsmanna, en það hefur komið fram bæði hjá hv. 5. þm. Reykv. (SK) og hv. þm. V.-Húnv. (SkG), að þetta frv. væri illa samrímanlegt þeirri breyt., sem gerð var í fyrra.

Ég var ekki í fyrra sammála um frv., þó að niðurstaðan yrði sú, að samkomulag gæti náðst um málið. En ég átti hlut að því, að í stað þess, að aldurshámarkið yrði 70 ár, væri þessum mönnum heimilað að fara frá á tímabilinu 65–70 ára, sem sneri við þeirri reglu, sem áður gilti.

Ég er alveg sammála hæstv. dómsmrh. (BBen) um það, að þetta tvennt, sem hér um ræðir, þessi brtt. og frv. frá í fyrra, stangast á engan hátt, og það hefur komið skýrt fram í ræðu hæsta. dómsmrh., að það, sem hér um ræðir. er ekkert annað en það að breyta réttarstöðu dómara á tímabilinu 65–70 ára. Það mætti um það deila, eins og kom fram hjá hv. 5. þm. Reykv. (SK), hvers vegna þeir nytu ekki sömu réttarverndar allan tímann, eins milli 65–70 ára. Það mætti til sanns vegar færa, en með tilliti til þess, að hæstaréttardómarar njóta ekki þessarar réttarverndar nema til 65 ára, og með tilliti til þess, sem kom fram hjá hæstv. dómsmrh., gæti verið ástæða til að fallast á, að aðstaða þessara embættismanna væri nokkuð önnur á þessum árum í sambandi við frávikningu. Ég get ekki fallizt á það með hv. 5. þm. Reykv. (SK), að þetta opni ráðh. á nokkurn hátt heimild til þess að láta dómara fara frá 65 ára.

Mér skilst breyt. vera sú, að áður en l. var breytt í fyrra, var aldurshámarkið 05 ár. Það, sem þeir sátu fram yfir það, áttu þeir alveg undir ráðh., og hann gat látið þá hætta að gegna störfum, og þeir áttu þá ekki annars kost en að hætta. Þótt þessi l. verði samþ., mundu héraðsdómarar eiga rétt á því, ef þeir vildu sitja áfram frá 65–70 ára aldurs. Þeir eiga það ekki undir ráðh., aðeins er um það að ræða, að sú almenna heimild gildir hér um héraðsdómara eins og aðra, en ekki hitt, að þeir njóti þeirrar sérstöku lagaverndar, að þeim verði ekki víkið frá nema með dómi, og ef þeim væri vikið frá, gætu þeir átt skaðabótarétt, sem þeir gátu ekki áður en l. var breytt í fyrra, þegar almenna reglan var, að þeir skyldu fara frá 65 ára.

Ég held, að hér sé um misskilning að ræða hjá hv. 5. þm. Reykv. (SK) og hv. þm. V.- Húnv. (SkG), og að hér sé ekki um að ræða neitt nema breytta réttarstöðu héraðsdómara frá 65 -70 ára aldurs.