18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í B-deild Alþingistíðinda. (699)

61. mál, sementsverksmiðja

Sigurjón Á. (Ólafsson:

Herra forseti. Ég vil undirstrika það, sem hér hefur komið fram, að utan fundar hefur meiri hl. iðnn. fallizt á að feila niður úr 1. gr. orðin „við Önundarfjörð“, en lengra nær þetta ekki. Ég hef gengið milli meðnm. og frsm. einnig, og það, sem ég hef túlkað þar, var aðeins um það, að meiri hl. féllist á, að þessi eina breyt. yrði gerð á frv. Hins vegar er það vitanlegt, að það samkomulag er gert samkv. beiðni hæstv. atvmrh., til þess að málið gæti gengið nokkuð friðsamlega gegnum d. sökum þess, að hv. þm. Barð. hefur lagt mikla áherzlu á m.a. að fá þetta út úr frv. og vill gera miklar efnisbreyt. á frv., en sættir sig við að falla frá þeim, ef þessi eina breyt. er gerð á því.

Önnur brtt., sem frsm. hefur boðað, er alls ekki frá meiri hl. n., heldur beint út úr hans eigin heila, og get ég sagt það, — og hygg ég, að ég mæli það einnig fyrir hönd tveggja annarra úr meiri hl., — að við stöndum ekki að þessari brtt. Ég vil því skora á hv. frsm., að hann taki þessa brtt. aftur, þannig að það samkomulag, sem hér hefur unnizt, fái að standa.