15.12.1948
Efri deild: 34. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1386 í B-deild Alþingistíðinda. (1782)

102. mál, ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur

Hannibal Valdimarsson:

Það er að vísu ágætt, að ráðherrastólarnir tómir geti veitt samþykki til afbrigða, en þeim gengur illa að halda framsöguræðu fyrir máli. (BrB: Það eru beztu ræðurnar.) — Nú langar mig til að vita, hvað líða mundi því, sem skýrt er frá 1. gr. þessa frv., hvort vonir standi til þess, að þeim viðræðum verði lokið á árinu, og hvaða mál í sambandi við skilnaðinn milli Íslendinga og Dana verði tekin með í þeim samningum.