10.12.1948
Efri deild: 28. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í B-deild Alþingistíðinda. (182)

93. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Þessu frv. var lýst rækilega við 1. umr. af hæstv. fjmrh. og er því ekki ástæða til að fjölyrða um málið. Í þessu frv. felast ekki neinar breytingar, heldur er aðeins að ræða um lögfestingu á því, að vörumagnstollur og verðtollur verði eins og verið hefur á þessu ári, og eru þau ákvæði dregin hér saman í meiri heild en verið hefur. — Fjárhn. hefur athugað frv. og borið það saman við gildandi ákvæði. Þeir 3 nm., sem mættir voru á fundi, þegar um þetta mál var fjallað, voru sammála um, að þar sem ekki hefði komið nein hvatning frá ríkisstj. um að hafa álagið enn hærra, tók n. það ekki fyrir. Að vísu var því hreyft af hv. 1. þín. N–M. við 1. umr., að það mætti hafa þetta gjald hærra. En hæstv. fjmrh. hefur ekki óskað þess, að flutt yrði brtt. um þetta atriði. Við þessir þrír, sem mættu á nefndarfundinum um þetta mál, leggjum til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.