18.12.1948
Neðri deild: 48. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í B-deild Alþingistíðinda. (261)

66. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Frsm. minni hl. (Einar Olgeirsson):

Með því að ekki hefur unnizt tími til að prenta nál., verð ég að flytja það munnlega.

Þar sem nýlega hafa nú verið samþ. á Alþ. mjög miklar álögur í viðbót við þær gjaldaálögur á skattþegnana, sem fyrir voru, álít ég ekki nauðsyn á að framlengja nú þessar álögur, sem verið hafa fram að þessu, og álít því, að gjarna mætti einu sinni gera mönnum það til geðs að fella niður eitthvað af þeim álögum, sem áður hafa verið á lagðar. Og með því að upplýsingar hafa komið hér fram um það, að stórkostlegar hækkanir á benzínskattinum eigi að gerast nú rétt strax, álít ég því síður ástæðu til að leggja á þennan fimm aura benzínskatt nú og legg til, að frv. þetta sé fellt.