13.05.1949
Neðri deild: 108. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1745 í B-deild Alþingistíðinda. (2691)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Á þskj. 716 hef ég leyft mér að flytja brtt., svo hljóðandi: „Við 1. gr. Aftan við a-lið bætist: og tekur gjald þetta einnig til benzínbirgða innflytjenda, sem til eru í landinu, þá er lög þessi ganga í gildi, og sömuleiðis til birgða einstakra manna eða félaga, en undanþegnir hækkun þessari skulu þó vera 300 lítrar hjá hverjum eiganda.“ Þessi till. er flutt til þess, að skýrt og ótvírætt sé, að gjald þetta skuli ná til þeirra benzínbirgða, sem til eru í landinu. Þetta ákvæði var í l. frá 1932, og má ef til vill segja, að óþarfi hafi verið að endurtaka það hér, en til þess að taka af öll tvímæli er það gert, enda nauðsynlegt til þess að l. nái tilgangi sínum, ef samþ. verða.