09.05.1949
Neðri deild: 104. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1868 í B-deild Alþingistíðinda. (3048)

120. mál, menntaskólar

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég hef borið fram brtt. við þetta frv. á þskj. 655. Ég skal taka fram, að ég hef látið prenta till. upp og breytt henni þannig, að felldur er niður b-liður till., en a-liður till. fer fram á þá breyt., að það sé tekið fram berum orðum, að það skuli vera fræðslumálastjórnin, sem dæmi um, hvort húsrúm leyfi neðri bekkina, en í c-liðnum er tekið fram, að bekkirnir skuli vera óskiptir, þ.e.a.s. ekki meira fjölmenni en hægt er að koma fyrir í óskiptum bekk. Mér finnst það eðlileg takmörkun á þessu. Það er sams konar og er nú í framkvæmdinni í vetur. Þá eru utanbæjarmenn látnir sitja fyrir og fyllt upp með nemendum úr Akureyrarkaupstað.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða málið almennt. Það var tæmt við 2. umr.