16.12.1948
Efri deild: 36. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2165 í B-deild Alþingistíðinda. (3209)

Fjarvistir þingmanna

Forseti (BSt) :

Það er lagt fyrir tilheyrandi starfsmenn þingsins að bera dagskrána til allra þm., og sé ekki hægt að boða þingfund með dagskrá, er hringt í alla þm. Nú skýrir hv. 3. landsk. frá, að hann hafi ekki fengið dagskrá, og skal reynt að bæta úr því. Ég mun taka þetta til greina og fyrirskipa, að þeir starfsmenn, sem um þetta eiga að sjá, beri dagskrána til hans, eins og annarra deildarmanna.