14.03.1949
Efri deild: 77. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 188 í C-deild Alþingistíðinda. (3489)

75. mál, stjórnarskipunarlög

Björn Ólafsson:

Herra forseti. Ég vildi gera grein fyrir atkv. mínu. Ég er fylgjandi þessu frv. í grundvallaratriðum. Tel ég, að lítið stoði að skipa n. ár eftir ár til að athuga málið og fá það aldrei frá þeim. Álit ég og að lítið stoði að vísa þessu máli til núverandi n., því að um það fari sem undanfarið, ef við því eigum að fá nauðsynlegum breyt. á stjskr. komið fram, þá sé það eigi hægt á annan hátt, en með þeirri leið, sem lagt er til, að farin verði í frv. Hins vegar ætla ég ekki að ræða frv. sjálft. Í sjálfu sér vildi ég breyt. á því. Þó er ég fremur fylgjandi stjórnlagaþ. en málið sé í höndum n., sem aldrei skilar áliti eða reynir að koma málinu frá sér.