10.05.1949
Neðri deild: 105. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 396 í C-deild Alþingistíðinda. (3818)

138. mál, eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér fyrir hönd fjhn. að bæta við einni brtt. Í frv. var áður ætlazt til, að ráðsmaðurinn hefði sömu laun og skrifstofustjórar í stjórnarráðinu. Í Ed. var þessu breytt þannig, að hann einn allra starfsmanna ríkisins skyldi hafa sömu laun og ráðherrar. Þetta teljum við óheppilegt og muni vekja óánægju og æsa upp kröfur manna í hliðstæðum embættum að komast í sama launaflokk. Þessi till. felst að vísu í tveimur brtt., frá hv. þm. A-Húnv. og hv. þm. V-Húnv., en þar koma til önnur óskyld atriði, og við nm. töldum rétt, ef þessar brtt. væru bornar upp fyrst og felldar, að þá væri hægt að greiða atkv. um þetta eitt út af fyrir sig. Ég vil því bera þá ósk okkar fram við hæstv. forseta, að þessi brtt. verði borin upp á eftir hinum brtt. við 2. gr.