02.02.1949
Sameinað þing: 35. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í D-deild Alþingistíðinda. (4328)

21. mál, jeppabifreiðar

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Ég tel rétt að taka það fram, að þessi ágreiningur á milli gagna hv. form. fjvn. og minna getur verið skýranlegur. Hef ég þegar tekið það fram, í hverju hann muni liggja. Eftir þeim skjölum, er ég hef, fær ríkissjóður meira í aðra hönd. Ég tek fram, að þegar liggja fyrir umsóknir um á milli 40 og 50 bíla. Ef þessir bílar koma til landsins, munu þeir mega teljast á lista ráðuneytisins, þó að þeir séu ekki á áætlun fjárhagsráðs. Þessi munur er því skiljanlegur. En á innflutningsáætlun ársins er ekki gert ráð fyrir meira en ég las upp. Kemur þetta til af því, hver háttur er á hafður um flokkun vörutegundanna. Ég ætla, að þetta skýri muninn á þeim tveim plöggum fjárhagsráðs. Skila ég svo hv. þm. skjölunum aftur hátíðlega.