09.12.1948
Efri deild: 27. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í B-deild Alþingistíðinda. (95)

27. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. Ég hafði ekki ætlað mér að blanda mér í umr. um þetta mál, en vegna þess, sem sagt hefur verið, vil ég láta koma fram það, sem ákveðið er, en samkvæmt því er brú á Hvítá hjá Iðu næsti áfangi, þegar Þjórsárbrú er lokið. Alþ. gengi því á gefin heit, ef það færi nú að ákveða, að brú á Jökulsá í Lóni yrði hleypt fram fyrir. Ég er ekki með þessum orðum að mæla á móti, að Jökulsá í Lóni verði brúuð, þvert á móti þykist ég vita, að þörfin á því sé mjög brýn. En eins og bókað er í samþ. Alþ., þá skal Hvítá vera næst, og að fara að breyta því væri ranglát þvermóðska, enda til lítils að keppast við að fá samþykktir Alþ. fyrir málum, ef slíkar ákvarðanir væru að engu hafðar.