11.05.1950
Neðri deild: 99. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í B-deild Alþingistíðinda. (1033)

46. mál, sauðfjársjúkdómar

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. Ég vil geta þess, að öll landbn. er efnislega fylgjandi þessari brtt. hv. þm. Dal., en þó leggjum við til, að hún verði felld. Skal sú ástæða skýrð nánar. Við teljum hættu á, ef þessu máli verður enn vísað til Ed., að því ljúki ekki á þessu þingi. Ég vil taka það fram sem okkar skilning, að sauðfjársjúkdómanefnd beri og að hún hafi sétt til að framfylgja þeirri meginhugsun raunverulega, sem í brtt. felst, þótt hún geti það ekki bókstaflega, án þess að samþykki þessarar brtt. komi til. — Samkv. ákvæðum frv., er sett voru inn í Ed., er aldrei hægt að greiða styrkinn eingöngu í peningum. Auðvitað er hægt að framkvæma þetta þannig, að hafa ofurlítinn hluta í bréfum til að fullnægja forminu, en efnislega að veita meginhlutann í peningum. Við leggjum áherzlu á, að þessi brtt. verði felld í trausti þess, að sauðfjársjúkdómanefnd framkvæmi lögin með þeim skilningi, sem ég hef hér lýst.