14.04.1950
Neðri deild: 82. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í B-deild Alþingistíðinda. (1208)

83. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Sigurður Ágústsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir á þskj. 168, um breyt. á l. nr. 62 frá 1939, um tollskrá o.fl., svo og nál. á þskj. 510, eru sammála um að létta undir með iðnframleiðslu á Íslandi svo og að koma til móts við útflutningsframleiðsluna með lækkun tolla á ýmsum vörum, sem nauðsynlegt er að flytja inn til iðnaðarframleiðslu og til nýtingar hráefna, sem framleidd eru hér á landi.

Í sambandi við þetta mál hefur n. leitað til tollstjóra til þess að komast hjá því, að við þessar breyt. kæmi fram ósamræmi í tollskránni.

Fjhn. er sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem er að finna till. um á þskj. 510. — Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta. Ég tel, að hv. þm. hafi yfirleitt kynnt sér málið og séu sammála um, að full sanngirni sé, að þetta frv. sé samþ.