15.05.1950
Neðri deild: 101. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1019 í B-deild Alþingistíðinda. (1322)

15. mál, Sementsverksmiðja

Einar Olgeirsson:

Það er eitt atriði, er ég vildi beina til hv. þm. Mýr. (BÁ). Hann sagði, að eigi væri unnt að ráðast í kaup á vélum eða annað slíkt vegna þess, að ábyrgðarheimild hafi eigi verið fyrir hendi nægilega há. Hv. þm. var landbrh. í þeirri stj., er sat, þegar l. 1948 voru samþ. Ábyrgðarheimildin hefur alltaf verið of lág, miðað við dollar. Hún hefur verið 15 millj. kr., á nú að verða 30 millj. kr., sem samsvarar breytingunni á dollar frá ágústmánuði og þar til nú. Stj. hefur haft jafnháa heimild, en gleymt dollaragenginu. Það hlýtur því að vera hitt, að hún hefur ekki fengið heimild til að kaupa dollara áður en gengisfellingin átti sér stað (BA: Þetta er misskilningur.)