30.03.1950
Efri deild: 84. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1194 í B-deild Alþingistíðinda. (1882)

136. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Forseti. Það þarf ekki langa framsöguræðu fyrir þessu máli, því að öllum hv. þm. er kunnugt, að heimildin til fjárgreiðslu úr ríkissjóði er úti þann 1. apríl. Það er líka vitað, að fjárl. eru ekki afgreidd enn. Hins vegar standa vonir til, að þeim verði lokið fyrir 1. maí, og þess vegna farið fram á, að heimildin verði framlengd til þess tíma. — Ég fjölyrði ekki frekar um þetta, en ég óska, að málinu verði vísað til 2. umr. að þessari lokinni. Hins vegar held ég, að ekki sé ástæða til að vísa málinu til nefndar, og vænti, að hv. d. geti fallizt á það.