21.04.1950
Efri deild: 92. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í B-deild Alþingistíðinda. (1998)

135. mál, dánarvottorð og dánarskýrslur

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Frv. þetta er borið fyrst fram í hv. Nd. að ósk heilbr.- og félmn., og er tekið fram í grg., að það þótti tímabært að endurskoða löggjöfina um dánarskýrslur frá 11. júní 1911, sem hefur nú gilt um nær 40 ára skeið. En eina efnislega breyt. samkv. þessu frv. á þeim l., sem nú eru í gildi, er, að ætlazt er til, að lögfest verði nú að krefjast dánarvottorða eða hliðstæðra skilríkja um alla þá, sem deyja hér á landi.

Lögð er áherzla á, að þetta frv. nái samþykki á Alþ. því, er nú slitur, með því að gengið hafa í gildi alþjóðalög um dánarskýrslur, sem Ísland hefur gerzt aðili að, og verður Ísland að haga sér eftir þeim frá 1. jan. n.k.

Heilbr.- og félmn. lagði til á fundi sínum, að frv: þetta yrði samþ., en einstakir nm. hafa óbundnar hendur um einstök atriði frv. og gagnvart brtt. við það.