09.12.1949
Efri deild: 10. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í B-deild Alþingistíðinda. (218)

54. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég hefði viljað biðja hæstv. ráðh., er mælti fyrir frv., um upplýsingar varðandi tvö atriði.

Í fyrsta lagi: Hefur sú tekjuáætlun, sem reiknað var með á þessu ári, staðizt, og hve miklu hefur þetta gjald numið alls á þessu ári? Í öðru lagi: Er víst, að ríkissjóður þurfi ekki að hækka þetta gjald frá því, sem nú er, þar sem ríkissjóður þarf hærri upphæðir í tekjur yfirleitt í ár en áður, og þessi tekjustofn einn sá réttlátasti, er við höfum, annar en réttlátur stighækkandi tekjuskattur?