04.05.1950
Efri deild: 100. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1364 í B-deild Alþingistíðinda. (2204)

106. mál, útsvör

Frsm. meiri hl. (Hannibal Valdimarsson) :

Herra forseti. Á þeim stutta fundi, sem haldinn var um þetta mál í n., tók ég þá afstöðu, að ástæðulítið væri að gera fleiri brtt. en þá einu, sem hér er um að ræða, sökum þess að endurskoðun l. lægi fyrir og það væri á valdi ríkisstj. að leggja frv. um þetta efni fram á næsta þingi. Um það erum við hv. 1. þm. Eyf. sammála. En áður hafa verið leidd rök að því, að það sé aðkallandi fyrir mörg sveitarfélög að fá fram þessa breytingu þegar. Afstaða okkar hv. 1. þm. Eyf. er því með gerólíkum hætti, hvað þetta snertir. Ég tel fullkomna ástæðu til að láta þessa breyt. ná að ganga fram þegar á þessu þingi.